#18 Sigga Dögg, kynfræðingur: “Umræðan er svo pólariseruð, getum við bara aðeins mæst”

Sigga Dögg, kynfræðingur, rithöfundur, sjónvarpsþáttahöfundur og svo margt fleira, kom til mín að þessu sinni. Við ræddum margt, m.a. mildið sem þarf að fá að fylgja breytingaskeiðinu, að vera kona, pólariseringunni sem einkennir svo oft umræðuna og allskonar annað.  Það var svo hressandi að ræða við Siggu af því að hún er svo mikil fyrirmynd í hvernig hún nálgast umræðuefnið hverju sinni með opin huga og gefur rými fyrir að öll sjónarhorn séu rædd. Hún lýsir breytingaskeiðinu sem tími til að taka pláss, breiða úr fallegum vængjum sínum og finna rónna sína, sem snerti hjarta mitt. “Þarmar með sjarma” - bókin sem Sigga talaði um að hafi breytt lífinu hennar. Þá mæli ég með nýjustu bókina hennar, Litla bókin um blæðingar (sem er alls ekki lítil!) sem kom út í fyrra fyrir allt fólk sem fer á túr. Fyrirlesturinn sem Sigga vísar í er aðgengilegur hér til 8.febrúar 2023.

Om Podcasten

Tölum um breytingaskeið kvenna án þess að roðna og vörpum á það jákvæðu ljósi. Þær konur sem fæðast með æxlunarfæri kvenna fara á breytingaskeiðið í kringum fertugt. Þá hefst nýr kafli sem markar í raun síðasta þriðjung æviskeið kvenna og við ræðum bara alls ekki nóg um. Þessi þáttasería er innlegg í að auka umræðuna um breytingaskeið kvenna og draga fram fegurðina í því sem framundan er. Rætt er við allskonar konur um breytingaskeiðið, bæði faglega og reynslulega. Umsjónakona er Sóley Kristjánsdóttir og tónlist gerði Kristján Steinn Kristjánsson