#23 Bjargey og Hanna Lilja: “Frelsaðu kraftinn innra með þér”

Bjargey Ingólfsdóttir og Hanna Lilja Oddgeirsdóttir voru gestir þáttarins að þessu sinni.  Bjargey er menntaður félagsráðgjafi, craniosacral meðferðaraðili og dúla, auk þess að vera fyrirlesari og námskeiðshaldari. Hún hefur mikinn áhuga á kvenheilsu og öllu sem viðkemur konum, með að leiðarljósi að efla konur til að frelsa kraftinn sem býr innri með þeim.   Hönnu Lilju þekkja mörg ykkar, enda hefur hún komið í þáttinn áður, en hún er stofnandi Gynamedica og læknir sem hefur sérhæft sig í breytingaskeið kvenna og kvenheilsu.  Að venju þá ræddum við allskonar, m.a. mikilvægi þess að við konur getum deilt reynslu okkar öðrum konum til styrktar, að elska sjálfa sig, að taka sér plássið sitt og setja sjálfa sig í fyrsta sæti. Heilsupúslið kom til tals, en það samanstendur af svefn, heilbrigð streita, mataræðið, hreyfingin, hormónin - þurfum að hugsa um þetta allt sem eina heild til að fyrirbyggja heilsubrest hjá konum þegar að þær fara inn á breytingaskeiðið. Auk margt annað!  Góða hlustun og deilið að vild

Om Podcasten

Tölum um breytingaskeið kvenna án þess að roðna og vörpum á það jákvæðu ljósi. Þær konur sem fæðast með æxlunarfæri kvenna fara á breytingaskeiðið í kringum fertugt. Þá hefst nýr kafli sem markar í raun síðasta þriðjung æviskeið kvenna og við ræðum bara alls ekki nóg um. Þessi þáttasería er innlegg í að auka umræðuna um breytingaskeið kvenna og draga fram fegurðina í því sem framundan er. Rætt er við allskonar konur um breytingaskeiðið, bæði faglega og reynslulega. Umsjónakona er Sóley Kristjánsdóttir og tónlist gerði Kristján Steinn Kristjánsson