2. þáttur: Þau sem vildu hjálpa

Katrín Thoroddsen læknir var um margt á undan sinni samtíð. Hún var frumkvöðull á sviði getnaðarvarna þegar vart mátti minnast á kynlíf í almannarými og í aðdraganda stríðsins lagði hún á ráðin um það sem hefði orðið hetjuleg björgun.

Om Podcasten

Í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar sóttust hundruð flóttamanna þriðja ríkisins, og þá sérstaklega gyðingar, eftir að flytjast til Íslands. Svar ríkisstjórnarinnar var nær undantekningarlaust neikvætt. Hvað varð um þetta fólk? Höfum við Íslendingar mannslíf á samviskunni? Umsjón: Anna Marsibil Clausen