3. þáttur: Þau sem fengu að vera

Árið 1938 fékk Melitta Urbancic leyfi til að koma til Íslands með börnin sín þrjú þar sem maðurinn hennar, tónlistarmaðurinn Viktor Urbancic, beið þeirra. Ferðalagið reyndist háskaför en áratugum síðar kom í ljós hversu hætt fjölskyldan var komin í raun, jafnvel þegar hún taldi sig komna í skjól.

Om Podcasten

Í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar sóttust hundruð flóttamanna þriðja ríkisins, og þá sérstaklega gyðingar, eftir að flytjast til Íslands. Svar ríkisstjórnarinnar var nær undantekningarlaust neikvætt. Hvað varð um þetta fólk? Höfum við Íslendingar mannslíf á samviskunni? Umsjón: Anna Marsibil Clausen