#0162 Frímínútur – Út vil ek

Besta platan - En podcast af Hljóðkirkjan - Fredage

Kategorier:

Í þessum frímínútum - sem voru teknar upp í miklum kvöldúlfsham - hallar þríeykið sér aftur, gæðir sér á Conga-bitum og sýpur á kamillutei. Eftir þétta upptökulotu var ákveðið að pæla aðeins í hinni íslensku tónlistarútrás sem á sér langa og áhugaverða sögu. Frá Thor’s Hammer til Árnýjar Margrétar, allar þessar þreifingar eru varðaðar sigrum jafnt sem sorgum í mismunandi mæli. Hvað þarftu að hafa klárt? Hvernig ætlarðu að plana þig? Eða var bara vaðið af stað?