15. Fjármál - Viðtal við Valdísi Hrönn Berg
Brestur - En podcast af Birna Sif Kristínardóttir, Bryndís Ottesen
Kategorier:
Í þætti vikunnar heyrum við frábært viðtal við Valdísi Hrönn Berg, viðskiptafræðing, mark- og einkaþjálfa. Hún ræðir við Birnu og Bryndísi um hvernig lífið breyttist eftir ADHD greiningu og hvernig hún nær nú að nýta styrkleika sína í öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem hún hefur á sinni könnu. Ásamt því að vera í sjálfstæðum rekstri sem markþjálfi býður hún einnig upp á fjármálakennslu fyrir einstaklinga og pör sem vilja bæta fjárhagslega heilsu út frá persónulegum markmiðum. Vert er að benda á að Valdís verður með erindi undir yfirskriftinni Fjármál og ADHD í kvöld, 21. febrúar, en hægt er að skrá sig á viðburðinn á Facebooksíðu ADHD samtakanna. Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins: Brestur á Instagram Spjallið umræðuhópur Brestur á Facebook