Förum yfir brúðkaupstímalínuna [S1E05]
Brúðkaup og smáatriðin - En podcast af Alina Vilhjálmsdóttir

Kategorier:
Það mikilvægasta við að skipuleggja brúðkaup er að vera skipulagður og ég veit að það helsta sem flestir spyrja út í er brúðkaupstímalínuna eða hvenær á maður að gera hvað til að vera viss um að ná öllum söluaðilunum sem manni dreymir um að ráða og langar að hafa á brúðkaupsdeginum sínum. Þess vegna ákvað ég í þessum þætti að fara með þér yfir tímalínuna mína og gefa þér nokkur góð ráð við hverni punkt og mína innsýn inn í algeng mistök og hvað er gott að hafa í huga. Þessi er stútfullur af upplýsingum svo það er ekki slæm hugmynd að taka með sér blað og penna og skrifa nokkra punkta niður. Ég vona að þeir nýtist þér og gangi þér súper vel að plana brúðkaupið þitt, hafður endilega samband ef þú ert með einhverjar spurningar eða pælingar. ----- Upplýsingar um Og Smáatriðin Komdu í Opnunarpartýið þann 24. mars Meira info kemur síðar ;) Segðu hæ við Alínu á Instagram : @ogsmaatridin