#47 Í klóm keisarans af Róm

Draugar fortíðar - En podcast af Hljóðkirkjan - Onsdage

Rómaveldi hafa flestir væntanlega heyrt um. Það hafði gífurleg menningarleg áhrif og átti mjög stóran þátt í því að móta þá Evrópu sem við nú þekkjum. Rómverjar notuðust oft við nokkurs konar lýðræði en æðstur var keisarinn. Margir keisarar stóðu sig afar vel en aðrir alls ekki. Flosi segir Baldri hér frá þeim sem hann telur verstu Rómarkeisara sögunnar. Segja má að þema þáttarins sé um það að setja ekki fólk í aðstæður sem það höndlar engan veginn og vill jafnvel ekkert vera í.