#65 Barn í brunni

Draugar fortíðar - En podcast af Hljóðkirkjan - Onsdage

Um miðjan október 1987 gleymdi bandaríska þjóðin öllum áhyggjum af stórveldadeilum eða efnahagsþrengingum. Aðeins ein frétt var efst í allra hugum. Hin 18 mánaða gamla Jessica McClure hafði fallið í gamla og þrönga brunnholu. Björgunarfólk vann baki brotnu við að bjarga barninu en tíminn var alls ekki á þeirra bandi. Bandaríska þjóðin, ef ekki allur heimurinn, fylgdist grannt með gangi mála. Í þessum þætti segjum við frá þessu atviki og öðrum svipuðum. Við skoðum einnig svipuð slys sem gerst hafa á Íslandi. Rétt er að vara fólk við því að atriði í þættinum geta valdið óhug.Það eru Borg Brugghús/Bríó og Pizzan sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤Kíkið inn á www.pizzan.is og notið afsláttarkóðann „hljodkirkjan“ til þess að fá 40% afslátt af öllum sóttum pizzum af matseðli!Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook