#76 Idi Amin

Draugar fortíðar - En podcast af Hljóðkirkjan - Onsdage

Sumt í þessum þætti getur valdið óhug. Hann er enn í dag einn þekktasti einræðisherra sögunnar. Idi Amin rændi völdum í Úganda árið 1971. Við tók tímabil sem eldra fólk í landinu á enn erfitt með að ræða um. Stjórnarfarið einkenndist af taumlausri vænisýki og ótrúlegri grimmd. Í þessum þætti reynum við að skoða hvort mögulegt sé að einhverjar af þeim hræðilegu sögum sem gengu af Amin séu mögulega ýkjur. Sagt var t.d. að í glæsivillu hans hefði meðal annars fundist ísskápur fullur af mannakjöti og að hinn mikli leiðtogi hefði reglulega lagt það sér til munns. Einnig er vert að skoða úr hvaða umhverfi Amin kom en í það blandast sagnir af hinni illræmdu nýlendustefnu stórvelda Evrópu en Úganda var mjög lengi undir stjórn Breta.Það eru Borg Brugghús/Bríó, Agla gosgerð og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook