#A7 Draugar samtímans með Guðna Th.

Draugar fortíðar - En podcast af Hljóðkirkjan - Onsdage

Flestir hafa þá mynd af sagnfræðingum að þeir sitji hoknir á skjalasöfnum og rýni í skruddur sem fjalla um eitthvað sem er löngu liðið. Sú er ekki alltaf raunin. Til er nokkuð sem heitir samtímasaga og spannar yfirleitt tímabilið frá lokum seinni heimsstyrjaldar til dagsins í dag. það getur hreinlega verið varasamt að stunda þá grein sagnfræðinnar. Viðmælandi okkar í þessum aukaþætti veit allt um það. Í fyrsta sinn erum við með gest í hlaðvarpinu og það er sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson. Svo skemmtilega vill til að hann er einnig forseti Íslands. Við settumst niður með honum í Thomsen-stofu á Bessastöðum og ræddum um söguna og sérstaklega nokkuð sem er ástríða bæði Flosa og Guðna: Þorskastríðin.