S1E3 Stofa 209

Draugavarpið - En podcast af Fjölnir Gísla

Kategorier:

Frá því fyrst fara sögur af, hafa menn haft trú á alls konar fyrirboðum; fyrirbæri eða atburðir sem boða óorðinn hlut, þ.e. eitthvað sem á eftir að gerast, oftast í náinni framtíð. Fyrirboði er því einhverskonar spá eða viðvörun um eitthvað sem á eftir að gerast og koma oftast í draumum. Þegar talað er um að fyrirboði boði illt, er slíkur fyrirboði oft nefndur, illsviti, argspæingur eða váboði. Koma þeir þó fram á margvíslegan hátt, en virðast þó oft lítið eða ekkert eiga skylt við hugboð né venjulega drauma. Oftar er þó ekki hægt að ráða þá fyrr en eftir á, og ætíð erfitt að segja, hvort um fyrirboða eða eitthvað annað sé að ræða.