Aðdragandinn að framsali Eddu Bjarkar Arnardóttur til Noregs
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
Edda Björk Arnardóttir, sjö barna íslensk móðir, situr nú í sama öryggisfangelsi í Noregi og Anders Breivik var vistaður fyrir hryðjuverk. Edda er í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa í fyrra numið þrjá syni sína á brott frá föður þeirra í Noregi. Synir hennar eru nú í felum á Íslandi og barnaverndaryfirvöld vita ekki hvar þeir eru niður komnir. Faðir leitar drengjanna en hann fer með forsjá þeirra. Við rekjum nokkra helstu vendipunkta í þessu erfiða máli sem leiddi til þess að Edda var framseld til Noregs.