Af hverju eru Björgólfur Thor og Róbert Wessman að rífast?

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Við fjöllum um áralangt rifrildi tveggja ríkustu manna landsins, þeirra Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman. Þessir athafnasömu viðskiptamenn hafa tekist á í dómsölum, með greinarskrifum, bloggfærslum og opinberum yfirlýsingum í um 15 ár. Við ræðum af hverju þeir eru að rífast, og af hverju það kemur öðru fólki við hvað þeir eru ósáttir hvor við annan. Við fáum allavega að heyra túlkun viðskiptablaðamannsins og ritstjórans Þórðar Snæs Júlíussonar á þessu öllu saman.