Aldrei fleiri dauðsföll vegna of stórra lyfjaskammta
Þetta helst - En podcast af RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts112/v4/e2/25/0c/e2250cd9-6ac9-49d7-89dc-ea861c73f14c/mza_10287938585269986150.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Þetta helst fjallar í dag um banvænar afleiðingar ofskömmtunar lyfja, löglegra og ólöglegra. 31. ágúst er viðeigandi, alþjóðlegi ofskömmtunardagurinn, International Overdose Awareness Day á ensku. Dagurinn er haldinn með það að markmiði að binda enda á dauðsföll vegna ofskömmtunar. 46 lyfjatengd andlát voru skráð hjá embætti Landlæknis í fyrra, allt árið 2021. Þau hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt áður óbirtum niðurstöðum Landlæknisembættisins. Næstflest andlát vegna lyfjaeitrana voru árið 2018, en þau voru þá 39. Af þeim sem létust í fyrra vegna lyfjaeitrana voru níu undir þrítugu. Ópíóíðar, helst oxycontin, spila stóran þátt í þessum eitrunum. Þetta helst skoðar sögu lyfjatengdra andláta á Íslandi, banvæna ópíóíða og lítur sömuleiðis aðeins vestur um haf.