Alþjóðlegt neyðarástand vegna apabólu

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

16.000 manns hafa nú greinst með apabólu í heiminum, í 75 löndum og fimm hafa dáið af völdum sjúkdómsins. Níu hafa greinst á Íslandi samkvæmt nýjustu fréttum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti um helgina yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins. Vísindamenn segja veiruna mun flóknari heldur en margar aðrar sem heimsbyggðin er að fást við. Algengast er að bólur og sár komi fram á útlimum, hálsi og andliti en þau voru helst á kynfærasvæði. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áréttar hins vegar að apabóluveiran dreifist fyrst og fremst við hvers kyns nána snertingu. Ekki megi skilgreina apabólu sem kynsjúkdóm - og hinseginsamfélagið biðlar til fólks að passa orðræðuna. Læknar segja ýmislegt í orðræðunni minna á upphaf HIV faraldursins. Skoðum aðeins þennan miður skemmtilega sjúkdóm.