Annar Hollywoodframleiðandi ákærður fyrir kynferðisbrot

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Metoo bylgjunar halda áfram að skella á heimsbyggðinni hver á fætur annarri, stórar og smáar. Í vikunni sem nú er að líða voru nákvæmlega fimm ár liðin frá því að bandaríska dagblaðið New York Times fletti ofan af ítrekuðum og grófum kynferðisbrotum Hollywoodstórstjörnuframleiðandans Harvey Weinstein, sem löngum þótti nánast ósnertanlegur risi í kvikmyndaheiminum. Það varð kveikjan að fyrstu bylgju #metoo-byltingarinnar þar sem milljónir kvenna um víða veröld vöktu athygli á langvarandi kynferðisofbeldi og kynjamisrétti. Og nú, fimm árum og mörg hundruð málum síðar, hefur annar farsæll Hollywood-framleiðandi og handritshöfundur verið handtekinn fyrir að misnota aðstöðu sína og brjóta á konum. Hann hefur getið sér gott orð í Kaliforniu síðustu áratugi fyrir skrif og framleiðslu á vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við Scrubs og Californication - þættir sem slógu vel í gegn víða um heim fyrir um áratug síðan. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Eric Weinberg í Þetta helst.