Dularfull dauðsföll rússneskra auðkýfinga

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Frá því í byrjun árs hafa margir rússneskir auðkýfingar og kaupsýslumenn fallið fyrir eigin hendi, eða þá fallið út um glugga og fram af klettum. Sérstaklega margir sem á einhvern hátt tengjast rússneskum olíu- og orkufyrirtækjum - grunsamlega margir, telja sumir, og hafa velt upp þeim möguleika að allavega einhverjum þessara manna hafi kannski verið komið fyrir kattarnef. Enda er það svosem þekkt að þeir sem setja sig upp á móti rússneska ríkisvaldinu geta átt það til að deyja sviplega og á dularfullan hátt. Þetta helst fer yfir dularfullu dauðsföll rússneskra kaupsýslumanna - og segir meðal annars af mönnum sem á árinu hafa svipt sig lífi eftir að hafa myrt alla fjölskyldu sína, stokkið eða dottið út um glugga á sjúkrahúsi, húrrað niður stiga í háskólabyggingu, og innbyrt eitrað kaffi og körtueitur í kjallara töfralæknis.