Ferill og fall R Kelly
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
Bandaríski tónlistarmaðurinn og stórstjarnan R Kelly var nýverið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að stýra kynferðisglæpahring, misnota konur og börn kynferðislega, stunda mansal, fjárkúgun og mútur. Það má færa rök fyrir því að þessi þrjátíu ára dómur sé nánast ljóðrænn að því leytinu til að Kelly virðist hafa fengið að stunda níðingsskap sinn svo til óáreittur í einmitt þrjátíu ár, allan sinn farsæla tónlistarferil. Hann níddist á ungum, svörtum konum sem áttu fyrir undir högg að sækja og þrátt fyrir fjölmargar og ítrekaðar frásagnir þeirra, gekk hann laus. Samfélagið ýmist hylmdi yfir með honum eða kóaði, eins og fleiri dæmi eru um í sögunni, þar til það var einfaldlega ekki hægt lengur. Við litum yfir feril og fall R Kelly, ásamt Atla Fannari Bjarkasyni. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.