Glataða liðið sem komst í Meistaradeildina
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
Í dag förum við til Þýskalands, út í skóglendi Berlínarborgar, þar sem knattspyrnuliðið Union Berlín hefur aðsetur. Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í íþróttinni til að hrífast af þessari sögu. Þú þarft ekki einu sinni að hafa áhuga á fótbolta. Við ætlum að heyra sögu af frekar glötuðu liði sem ekki alls fyrir löngu strögglaði í fjórðu deild þýska boltans en tekur nú þátt í toppbaráttu í Bundesligunni og er komið alla leið í Meistaradeildina. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður segir okkur frá Union Berlin.