Glæpavarnir lögreglunnar
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
Frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu er tilbúið í dómsmálaráðuneytinu og mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í viðtali í síðustu viku. Tilefnið var handtaka tveggja ungra íslenskra manna sem eru grunaðir um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk á Íslandi. Vopnaframleiðsla, fjöldamorð, hryðjuverk, voðaverk, eru orðin sem lögreglan hefur notað í tengslum við þetta mikla mál. Fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Tengls við erlend öfgasamtök voru til skoðunar. Mennirnir voru úrskurðaðir í eins og tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögmaður mannsins sem fékk tveggja vikna varðhald segir hann neita sök. Í gær hafði hann farið í eina skýrslutöku eftir fimm daga í varðhaldi. Hann neitar sömuleiðis að hafa tengsl við erlend öfgasamtök og segist ekki vita hvaðan lögreglan hefur þær upplýsingar. Sunna Valgerðardóttir fjallar um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu í dag.