Grindavík og fólkið sem þar býr
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
Það er drungi yfir landinu. Snemma í gærmorgunn, sunnudaginn 14. janúar, opnaðist jörðin aftur á Reykjanesskaganum. En þetta var öðruvísi en síðustu eldgos. Þarna sýndi náttúran á sér aðra hlið, eða kannski bara alveg sömu hlið, bara á verri stað. Í þætti dagsins hvílir Sunna Valgerðardóttir áhyggjuraddir ráðamanna, dramatískar lýsingar fjölmiðlanna, skipanir yfirvalda og vangaveltur vísindamanna. Þessi fyrsti þáttur eftir eldgosið er tileinkaður Grindvíkingum, bænum þeirra og því einstaka æðruleysi sem þau búa yfir.