Guccimeistari, milljarðamæringur og svindlari

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Um árabil var maður að nafni Ramon Abbas einn allra vinsælasti áhrifavaldur Nígeríu. Hann var með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram þar sem hann stærði sig af lúxuslífstíl sínum í Dúbaí, íklæddur dýrustu merkjavöru, með Rólexúr og dýra skartgripi, akandi sportbílum eða fljúgandi í einkaþotu. Abbas kallaði sig Hushpuppi á Instagram og einnig, með vísun í eitt uppáhalds fatamerki sitt, Billionaire Gucci Master. En hvaðan komu peningarnir fyrir öllum þessum lystisemdum? Þar reyndist ekki vera allt með feldu. Abbas situr nú í fangelsi í Bandaríkjunum og á yfir höfði sér margra ára dóm, hafandi játað á sig tugmilljóna dollara fjársvik og peningaþvætti. Þetta helst fjallaði um nígeríska áhrifavaldinn sem reyndist svikahrappur.