Húsnæðismálin og áhyggjur unga fólksins

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Áhyggjur ungs fólks á menntaskólaaldri af húsnæðismálum er nýlegur veruleiki hér á landi. Hvenær og hvernig mun það geta eignast eigið húsnæði? Þessar áhyggjur á komu vel í ljós á framboðsfundi í Menntaskólanum í Mosfellsbæ þar sem frambjóðendur allra flokka nema tveggja sátu fyrir svörum og spjölluðu við nemendurna. Húsnæðismálin voru fyrsta málið á dagskrá en svo var líka slegið á léttari strengi um ananas á pítsur og notkun rafmagnshlaupahjóla undir áhrifum áfengis. Góð stemning var á fundinum og voru nemendur skólans afar ánægðir með hann og lýstu honum sem hjálplegum í aðdraganda kosninganna á laugardaginn. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson