Hvernig á að stöðva stríðið? Fyrri hluti
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
Gerir Ísland nógu mikið til að þrýsta á stöðvun stríðsins milli Ísraels og Palestínu? Höfum við úrræði til að hjálpa til í aðstæðum sem sagðar eru eitt versta mannúðarástand sögunnar? Hvað geta íslensk stjórnvöld gert betur og hvað geta almennir borgarar gert? Breytir það einhverju að styrkja mannúðarsamtök? Er það kannski bara leið til að kaupa okkur friðþægingu svo okkur líði ögn betur yfir hryllilegum fréttum af morðum á þúsundum saklausra borgara? Við leitum svara við þessum spurningum hjá þeim Láru Jónasdóttur og Kára Hólmari Ragnarssyni. Lára er hokin af reynslu af mannúðarstarfi í Mið-Austurlöndum og hefur starfað fyrir ýmis samtök svo sem Lækna án landamæra. Hún segir frá því sem hún telur gagnlegt að gera til að hafa áhrif á deiluna. Kári er lektor í þjóðarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hann veit hvaða reglur gilda í stríði og þekkir kerfið sem hannað er af alþjóðasamfélaginu til að bregðast við slíku ástandi. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.