Kamilla konungskona

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Bretland hefur fengið nýjan konung eftir andlát Elísabetar annarar í síðustu viku. Karl Bretaprins, elsti sonur drottningarinnar, varð Karl þriðji Bretakonungur um leið og móðir hans dró síðasta andann. Og eiginkona Karls, Camilla Parker Bowles, varð á sama tíma eiginkona konungsins, konungskona eins konar. Eins og Filippus var drottningamaður Elísabetar. Heimspressan hefur verið undirlögð af fregnum af breska konungsveldinu, fortíð þess og framtíð, eftir andlát Elísabetar. Í Þetta helst fjölluðum við um Elísabetu daginn eftir andlát hennar, föstudaginn 9. september, og í dag lítur Þetta helst á nýju konuna í hásætinu - konuna sem var um tíma ein umdeildasta kona Bretlands - konan sem arftakinn elskaði og sagðist fórna öllu fyrir. Konan, sem er nú orðin það næsta sem kemur drottningu breska heimsveldisins.