Landið fýkur burt I
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
Hvað kemur upp í hugann þegar við rifjum upp drungaleg myndskeið af fjúkandi svartri hálendisauðn, rofabörðum og brotnandi sandöldum við gróðurströnd? Það eru að verða 35 ár síðan landið okkar var við það að fjúka burt. Eftir áratugastríð Landgræðslunnar við að ná athygli ráðamanna og almennings, tókst það loksins. Og það var ýmsum að þakka, meðal annars þáverandi forseta og tilteknum tónlistarmönnum. Sunna Valgerðardóttir fjallar um umhverfisógnina sem var, rifjar upp umræðuna með fréttamanni og skoðar nútíðina með fyrrverandi landgræðslustjóra. Þetta er fyrri þáttur af tveimur um landið sem fauk burt. Landið fýkur burt - Ríó tríó Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Jónas Friðrik Guðnason Úr verki verður fátt, um verk mun síðar spurt. Alltaf á leiðinni til auðnanna á heiðinni á meðan landið fýkur burt. Við notum of mörg orð, um orð mun varla spurt. Augljóst mun yfirleitt að orðin ei stoða neitt á meðan landið fýkur í burt. Brotna sandöldur sífellt upp við gróðurströnd, brjóta víkur og voga inni í heiðarlönd, það stoðar lítið strá og lyng þó stór og mikil höldum þing með loforðum, því landið fýkur burt. Sú æska er erfir land um arfinn gæti spurt. Hvar ertu móðir mín? Hvar ertu þjóðin mín? á meðan landið fýkur burt. Kveða vindarnir vögguljóð og feigðarspá yfir hríslum sem engu taki lengur ná, því moldin öll, sem áður var þar allt í kring um ræturnar og líf þeim gaf, er löngu fokin burt. Svo ríkir auðnin ein með andlitið dautt og þurrt. Hún gengur um garð þinn senn.. Geturðu sofið enn á meðan landið fýkur burt?