Lygileg Íslendingasaga elstu trúarbragða heims
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
Einar Ágústsson var í síðustu viku dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik. Bróðir hans, Ágúst Arnar, er leiðtogi trúfélags á Íslandi, trúfélags sem er byggt á einni elstu trú mannkyns: Zuism. Saga íslensku Zúistanna er ekki dæmisaga, þó að hún sé á köflum hálf-lygileg. Hún er vissulega dæmisaga sem slík, um það hvernig á ekki að gera hlutina, eða hvernig á einmitt að gera þá, það fer allt eftir viðhorfinu. Í dag eru um 600 skráðir Zúistar á Íslandi, en þeir voru rúmlega 3000 á blómaskeiðinu, sem reyndist þó byggt á sandi. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Kickstarter-bræðurna Einar og Ágúst, baráttu Zúistastjórnarinnar við kerfið og sóknargjöldin sem átti að endurgreiða.