Mál ónefnda fótboltamannsins, Gylfa Sigurðssonar II
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
Það fer að nálgast eitt og hálft ár síðan Gylfi Þór Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Everton, lykilmaður í íslenska landsliðinu og raunar einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur alið af sér, var handtekinn í Manchester í Bretlandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi var látinn laus gegn tryggingu en hefur verið í farbanni síðan, sem hefur verið framlengt nokkrum sinnum. Hann hefur dvalið í eins konar stofufangelsi bróðurpart þessa tíma, hann hefur ekki spilað knattspyrnu síðan hann var handtekinn og raunar lítið sem ekkert heyrst af hans máli. Hvorki ákæra né niðurfelling. Málið er bara í rannsókn. Það er enn ekki búið að nafngreina Gylfa í fjölmiðlum ytra. Fjölskylda hans er flutt heim til Íslands, pabbi hans hefur beðið íslensk stjórnvöld að skipta sér af og sumir segja að það sé verið að brjóta mannréttindi Gylfa með því að hafa hann í farbanni síðan í júlí í fyrra. María Rún Bjarnadóttir er lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra og sérfræðingur í kynferðisbrotamálum, meðal annars. Hún segir að þetta sé vissulega langur tími, en eins og við þekkjum þá er málsmeðferðartími kynferðisbrotamála alla jafna allt of langur. Og þó að það sé auðvitað íþyngjandi fyrir sakborninga, þá er það ekki síður óbærilegt fyrir brotaþolana. Og fimmtán mánuðir er alveg mikið, allt of mikið, en ekkert endilega óvenjulega mikið. Breskir dómstólar myndu heldur ekki samþykkja ítrekaða framlengingu á farbanni nema lögreglan gæti sýnt fram á að það sé virk rannsókn í gangi. Sunna Valgerðardóttir fékk Maríu Rún í Þetta helst til að spá í framhald máls fótboltamannsins ónefnda, Gylfa Þórs Sigurðssonar.