Meira um aðgengi fatlaðra að heitum pottum
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
Fatlaðir einstaklingar vekja athygli á að þeir komist ekki að heitum pottum við sundlaugar landsins. Steinþór Einarsson sem fer fyrir sundlaugum Reykjavíkur, segir að aðgengismál við laugar séu í sífelldu betrunarferli. Hann telur ólíka hagsmunahópa hafa haft jákvæð áhrif á aðstöðuna á undanförnum árum og boðar meðal annars rennibraut fyrir fatlaða í Laugardalslaug. Bergur Þorri Benjamínsson formaður málefnahóps um aðgengi hjá réttindasamtökunum ÖBÍ er sannfærður um að hægt sé að gera betur í aðgengismálum og að heitu pottarnir sé næsta varða sem þurfi að ná. Þóra Tómasdóttir ræddi við þá.