Meiðyrðamál Veðurguðsins

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Við fjöllum um aðdragandann að meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar veðurguðs, sem hann tapaði í vikunni fyrir héraðsdómi. Dómurinn virtist koma mörgum að óvörum fyrst um sinn, en síðan hafa lögspekingar margir sammælst um að hann sé í samræmi við, og mögulega til marks um, breytta tíma. Lögmaður Ingólfs vill áfrýja dómnum, sem hún telur rangan. Sunna Valgerðardóttir, nýr liðsmaður Þetta helst, fer yfir málið. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.