Næstum eitt morð á mánuði

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Tvær manneskjur létu lífið um helgina þar sem mjög mikill grunur leikur á að glæpur hafi verið framinn. Annað morðið var framið í sumarbústað á Suðurlandi, hitt í Naustahverfi á Akureyri. Fimm manns voru settir í fangelsi, fjórir vegna annars glæpsins og einn vegna hins. Morð eru ekki algeng á Íslandi, þó að þau séu vissulega að færast í aukana. Á þessu ári sem ekki er hálfnað hafa að öllum líkindum verið framin þrjú manndráp. Næstum því eitt á mánuði. Sunna Valgerðardóttir skoðar þessi voðaverk og er hlustendum bent á áframhaldandi umfjöllun í Speglinum.