Nýtt þrælatímabil gengið í garð

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Það eru fleiri þrælar í heiminum í dag en á öllu þrælatímabilinu hér á öldum áður. Talið er að um 50 til 60 milljónir séu í dag gerð út í þrældóm hverskonar um allan heim, meðal annars hér á Íslandi. Það kom talskonu Stígamóta á óvart hversu umfangsmikil mansalsmálin voru í kerfi stofnunarinnar þegar hún tók við fyrir ári síðan, en allt kapp er lagt á að uppræta vændi og mansal hér, þó að það reynist oft þrautin þyngri. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Drífu Snædal, sem varð talskona Stígamóta fyrir ári síðan, í þætti dagsins.