Ofurmóðir sannleikans
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
Áhrifavaldar þessa heims eru alls konar. Misgagnlegir og misskaðlegir. Svolítið eins og trúar- og lífsskoðunarhópar. Nú í vikunni mætti bandarísk sex barna móðir fyrir dómstól og játaði á sig næstum ólýsanlega glæpi gegn börnum sínum, sem hún hafði dásamað klukkustundum saman á netinu nokkrum árum fyrr. Hún var með milljónir áskrifenda og milljarða áhorf. En það er fleira sem þessi kona og skaðlegir sértrúarsöfnuðir eiga sameiginlegt. Hún var eiginlega í tveimur og drottnaði yfir þeim þriðja, fjölskyldunni sinni. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ofurmömmuna í Utah sem á nú yfir höfði sér nokkurra ára, eða áratuga, fangelsi.