Öldungadeild forsetakosninganna í Bandaríkjunum

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Allt bendir til þess að Donald Trump verði fulltrúi Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Við erum nefnilega alls ekki eina landið í heiminum sem heldur slíkar í ár, þau eru reyndar mun fleiri. Trump er spáð sigri í forvali flokksins í New Hampshire, en það er Nikki Haley sem keppir við hann þar og fyrr í vikunni heltist Ron DeSantis úr lestinni. Hann sá ekki fyrir sér að geta sigrað Trump. Greinendur vestanhafs segja að það megi nánast fullyrða að kapphlaupinu sé lokið. Talsfólk Joe Biden, keppinautar hans, segja það sama. En Nikki Haley er ósammála. Sunna Valgerðardóttir lítur vestur um haf í þætti dagsins.