Ólystugur en víðförull bólfélagi
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
Fjallað er um hvimleiðan bólfélaga í þætti dagsins. Bólfélaga sem athafnar sig að nóttu til þegar rekkjunautar hans eru í fastasvefni. Hann stingur á þá göt og sýgur sjöfalda þyngd sína, finnur sér svo góðan samastað í rifum rúmsins, fjölgar sér og heldur svo iðju sinni áfram. Og það er hægara sagt en gert að losna við hann. Og í París hefur geisað það sem fjölmiðlar kalla faraldur, þessa óboðna gests. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Matthías Alfreðsson skordýrafræðing og Steinar Smára Guðbergsson, Meindýraeyði Íslands, um veggjalýs (bed bugs) í Þetta helst.