Plastbarkalæknirinn sakfelldur í Svíþjóð

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Sænskir dómstólar sakfelldu ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarini - plastbarkalækninn - á fimmtudaginn. Hann hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir afar umdeildar plastbarkaígræðslur. Læknirinn boðaði nýja tækni í líffæraígræðslum sem hefði getað gjörbylt læknavísindunum - hefði hún bara virkað. Og á meðan sumir - eða kannski nokkuð margir - halda því fram að Macchiarini hafi af ásetningi gert aðgerðirnar víðsvegar um heiminn, vitandi að tæknin virkaði ekki, vilja einhverjir aðrir meina að hann hafi verið hugsjónamaður sem virkilega trúði og vonaði að tæknin gæti virkað og bjargað mannslífum og læknisfræðinni. Við skoðum málið í þætti dagsins. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.