Séra Friðrik og eldrauðu flöggin
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
- Náðargáfum fylgja freistingar, því hættulegri sem þær eru duldari. Séra Friðrik hlaut náðargáfu persónulegra töfra í óvenjulega ríkum mæli. Hann vissi um það vald sem hann gat haft yfir öðrum. Það er freisting slíks manns, það er freisting leiðtogans að valdið yfir öðrum, aðdáun og þjónslund fylgismanna verði takmark, óaðgreinanlegt frá málstað. Hann þarf að ráða. Verða miðdepill. Stjaka til hliðar. Eiga sinn flokk. Séra Friðrik var hafinn yfir slíkt. Því hann var hafinn yfir sjálfan sig. Hann bar fyrir brjósti alla drengina sína, tímanlega og eilífa velferð þeirra. Það var leyndarmál séra Friðriks. - Þetta sagði Sigurbjörn Einarsson biskup við útför trúbróðurs síns, Friðriks Friðrikssonar, í mars 1961. En sagnfræðingurinn Guðmundur Magnússon hefur nú leitt í ljós að þessi meinti heilagleiki var alls ekki eina leyndarmál séra Friðriks, þó að sum segja óeðlilegan áhuga hans á drengjum ætti ekki átt að hafa komið neinum á óvart. Sunna Valgerðardóttir fjallar um leyndarmál Friðriks Friðrikssonar, prests og æskulýðsleiðtoga, í þætti dagsins.