Síðasti maður ættbálks síns látinn

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Þetta helst fjallar um mann sem kallaður hefur verið ?holumaðurinn? og jafnframt einmanalegasti maður heims. Fyrir 26 árum réðust vígamenn á litla kofaþyrpingu, heimkynni ættbálks nokkurs í regnskóginum í vestanverðri Brasilíu. Vígamennirnir voru á höttunum eftir landsvæði ættbálksins, vildu leggja það undir skógarhögg eða landbúnað. Þeir jöfnuðu þorpið við jörðu og myrtu alla íbúa, nema einn. Æ síðan ráfaði sá sem komst lífs af einn um skóginn og hafnaði öllum tilraunum annars fólks til að eiga við hann samskipti. Holumaðurinn svonefndi er nú látinn og ættbálkur hans því algerlega horfinn. Þetta helst segir frá manninum og baráttunni við að vernda viðkvæmar frumbyggjaþjóðir Brasilíu.