Skotárásir II: Skotvopnalöggjöf
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
Við fjöllum áfram um skotárásir í Þetta helst. Í dag einblínum við á skotvopnalöggjöf og eld heitar umræður og deilur um skotvopnaeign í Bandaríkjunum. Hart hefur verið tekist á um málið í áraraðir. Löggjöfin er æði frjálslynd í samanburði við önnur ríki heims og rétturinn til að eiga og bera vopn er verndaður í annarri grein stjórnarskrárinnar, þótt einnig sé deilt um það. Von margra, sér í lagi Demókrata, er sú að árásirnar verði loks til þess að gripið verði til aðgerða; löggjöfinni breytt og hún bætt. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.