Skotárásir IV: Hið illa (e)

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Fjórði og síðasti þáttur Katrínar Ásmundsdóttur um skotárásir. Fyrri þættir voru um árásina í Uvalde í Texas, tíðni skotárása, deilur um vopnaeign, pólitík og tilefni og hvatir að baki slíkum voðaverkum. Í dag lýkur umfjölluninni með viðtali við Sólveigu Önnu Bóasdóttur, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands, um hið illa. Illskunni hefur verið kennt um ófá voðaverk. Katrín spyr Sólveigu Önnu út í birtingarmyndir illskunnar, mótvægið við henni og hvort sé í raun sterkara - þegar allt kemur til alls: Hið góða eða illa? Þátturinn var fyrst á dagskrá 13. júní 2022.