Snorri og banabiti NOMA
Þetta helst - En podcast af RÚV
Kategorier:
Andarhöfuð, hreindýraheilabúðingur, lifandi maurar, bjarnarkaramella og súkkulaðimosi. Þetta eru aðeins nokkrir af þeim réttum sem aldrei aftur verða í boði á matseðli hins heimsfræga veitingahúss Noma í útjaðri Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Raunar er matseðillinn allur á útleið, því Noma er nefnilega að loka í sinni núverandi mynd samkvæmt eigandanum og yfirkokkinum René Redzepi. Í tvo áratugi hafa Noma og René Redzepi verið leiðandi í svokallaðri nýnorrænni matargerð sem gengur út á að nota norræn hráefni til að tjá hreinleika, ferskleika og einfaldleika svæðisins. En á sama tíma hafa svona veitingastaðir verið gagnrýndir fyrir eitrað vinnuumhverfi. Snorri Rafn Hallsson fjallaði í janúar um meint endalok NOMA og stjörnukokkinn René Redzepi.