Vandræði kvikmyndastjörnunnar Ezra Miller

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Aðdáendur ofurhetjumynda hafa beðið árum saman eftir The Flash, kvikmynd um samnefnda kempu sem hlaupið getur á ofurhraða. Myndin var svo gott sem tilbúin árið 2018 en frumsýningu hefur verið ítrekað frestað. Meðal annars vegna þess að leikarinn sem fer með aðalhlutverkið, Ezra Miller, hefur ítrekað komist í kast við lögin á síðustu misserum, og fjölmargar fréttir verið fluttar af furðulegu athæfi háns hingað og þangað um heiminn. Meðal annars á Íslandi. Þetta helst fjallar um feril Ezra Miller síðustu árin og framtíðarhorfur The Flash.