Vinur Pútíns í Téténíu

Þetta helst - En podcast af RÚV

Kategorier:

Einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta heima fyrir er forseti rússneska sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu, Ramzan Kadyrov. Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur hann verið með herskáustu mönnum og hann hvatti meðal annars til þess á dögunum að Rússar beiti kjarnavopnum í stríðinu. Þá tilkynnti hann nýverið að hann ætli að senda syni sína á vígvöllinn, en þeir eru allir á táningsaldri. Kadyrov tók við forsetaembættinu af föður sínum, sem barðist fyrst gegn Rússum í sjálfstæðisstríði Téténa og Rússa en snérist svo á sveif með Moskvu. Kadyrov yngri er litríkur leiðtogi, virkur á samfélagsmiðlum og lætur gjarnan sjá sig með erlendum stórstjörnum þó umdeildur sé, en staða mannréttindamála í Téténíu þykir afar slæm. Þetta helst fjallar um Ramzan Kadyrov.