Þórunn - Erfiðleikar við getnað og heimafæðing
Fæðingarcast - En podcast af Podcaststöðin
Kategorier:
Þórunn kemur til okkar og segir frá sinni fæðingarreynslu. Við tölum um erfiðleikana sem fylgja getnaði en Þórunn og unnusti hennar voru búin að vera lengi að reyna og kom svo í ljós að eftir mörg ár á pillunni að hún fékk ekki lengur sinn mánaðarlega tíðahring. Við ræðum um það hvernig það er að vera ólétt á Covid tímum og svo förum við yfir fæðinguna en Þórunn átti algjöra drauma heimafæðingu. Einlæg og falleg frásögn frá yndislegri stelpu.