The Goal - Flöskuhálsar í rekstri

Bókin The Goal eftir Elyahu Goldratt kom út árið 1984. Í þessari bók kynnir höfundur heiminn fyrir kenningu sinni um flöskuhálsa (e. theory of constraints, TOC). Kenningin er notuð sem aðferð til að koma auga á flöskuhálsa í rekstri sem koma í veg fyrir að markmiðum sé náð. Aðferðirnar sem hann leggur svo til bæta kerfisbundið flöskuhálsinn þar til hann er ekki lengur takmarkandi þáttur. Þetta er ein af þeim bókum sem Jeff Bezos, stofnandi og aðaleigandi Amazon og einn ríkasti...

Om Podcasten

Firmað ritar fjallar um bækur sem breyttu heiminum og um leið hafa haft áhrif á umsjónarmenn. Kjartan Örn Sigurðsson og Kolbeinn Marteinsson kynntust í Háskóla Íslands í kringum aldamótin þar sem þeir námu stjórnmálafræði. Eftir HÍ fóru þeir í framhaldsnám, viðskipti og í að þróa sinn starfsframa. Nú sem miðaldra karlar hafa þeir snúið bökum saman reynslunni ríkari að eigin sögn. Hér ræða þeir til skiptis bækur sem hafa gagnast þeim undanfarin 20 ár, í viðskiptum, rekstri, einkalífi eða einfaldlega veitt þeim innblástur og gleði. Firmað ritar er því fyrir öll þau sem vilja bæta sig og vonandi um leið læra eitthvað nýtt. Athugið að þættirnir eru gefnir út þegar tími gefst.