Drengir og menn, karlmennska og ofurhetjur

Ömmgurnar Móey Pála og Magga Pála taka veðrið í upphafi þáttar og Magga Pála ræðir hvernig lítil börn geta verið eins og barómetar eða loftþrýstingsmælar á veðurfar. Veðrið hefur vissulega áhrif á okkur öll og þá líka á samskipti okkar.Ömmgurnar ræða einmitt samskipti drengja og hvernig fullorðið fólk þjálfar samskipti ólíkt við stúlkur og drengi.Umræðan um drengjauppeldi heldur áfram af fullum krafti og í þetta sinn fær Magga Pála tilvonandi framkvæmdarstjóra Hjallastefnunnar Bóas Hallgrímsson til sín í spjall.Þau ræða kynjafyrirmyndir og mikilvægi þess að nánustu fyrirmyndir barna gangi í öll störf og sýni að kyn aftri engum í daglegum verkefnum.Bóas ræddi um tímabil þegar hann kenndi drengjum á miðstigi og hvernig samskipta- og samræðuþjálfun gekk þá vetur og hver gróðinn af því var fyrir drengina. Einnig ræddu þau ólíkt álag foreldra, ,,þriðju vaktina" og hver á heimilinu tekur hana. Katla velti fyrir sér hvers vegna drengir ræða minna um tilfinningar og deilir sinni dásamlegu sýn á leiki barna. Fjölskyldan ehf á facebookFjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: [email protected]ðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: [email protected]

Om Podcasten

Margrét Pála og Móey Pála spjalla saman um fjölskylduna ehf, heimilislíf, uppeldi og er ekkert mannlegt óviðkomandi í þessu einlæga og skemmtilega hlaðvarpi. Fleiri fjölskyldumeðlimir kveða sér líka hljóðs enda er um Fjölskylduna ehf. að ræða. Margrét Pála setur sig í stellingar sem amma, senn langaamma og fær dótturdóttirin Móey Pála tækifæri til að spyrja ömmu um allt sem verðandi mæður velta fyrir sér 😊 Þær hafa kallað sig ömmgur (amma og dótturdóttir) frá því Móey var lítil stúlka en þær hafa alla tíð átt afar sterkt og sérstakt samband. Hlustendur fá einnig einstakt tækifæri til að kynnast því og fylgja meðgöngu Móeyjar og öllu sem fylgir þessu hamingjuríka og í senn krefjandi hlutverki; foreldrahlutverkinu! Margrét Pála, eða Magga Pála eins og hún er landsmönnum kunn, er frumkvöðull í menntamálum á Íslandi, höfundur Hjallastefnunnar og ötull talsmaður barna. Hún brennur fyrir uppeldi sem og Móey Pála, dótturdóttir hennar, en hún er uppeldis- og menntunarfræðingur.Tónlistarstef þáttarins er eftir Valgeir Guðjónsson og þættirnir eru teknir upp í stúdíó Lubba Peace undir stjórn Inga Þórs Ingibergssonar.