28.09.2019
Gestaboð - En podcast af RÚV
Kategorier:
Gestir þáttarins eru komnir yfir miðjan aldur og vissulega staddir á misjöfnum stöðum í lífinu en eiga það sameiginlegt að hafa fundið nýjar áskoranir á þriðja aldurskeiðinu, þ.e. eftir fimmtugs aldurinn. Hjalti Franzson, jarðfræðingur, starfaði hjá ISOR, Íslenskum orkurannsóknum. Hann hefur verið félagi í U3A, Háskóla þriðja æviskeiðsins og tók meðal annars þátt í skiptiheimsókn fyrir einhverjum árum, hefur mætt vel á viðburði og tók þátt í skiptiheimsókn samtakanna til Prag fyrir nokkru. Hann tók þ.a.l. á móti hópi Tékka sem komu hingað til lands í sumar. Hjördís Hendriksdóttir, stjórnmálafræðingur, er ein þeirra sem standa að baki Vöruhúsi tækifæranna, sem er vefsíða sem vísar fólki sem komið er á þetta æviskið á þá ýmsu möguleika sem lífið hefur upp á að bjóða. Ingibjörg Rannveig Guðleifsdóttir, skipulagsfræðingur, er frumkvöðull að stofnun U3A á Íslandi, sem er háskóli þriðja æviskeiðsins. Umsjón: Viðar Eggertsson.