Elma Lísa Gunnarsdóttir og Reynir Lyngdal

Gestaboð - En podcast af RÚV

Kategorier:

Þegar Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona kynntist Reyni Lyngdal, leikstjóra og eiginmanni sínum, voru þau ekki orðin tvítug, bæði starfsmenn á kaffihúsinu sáluga Café au lait í Hafnarstræti í Reykjavík. Þau urðu strax góðir vinir en byrjuðu ekki saman fyrr en mörgum árum síðar. Hjónin komu í Gestaboð til Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur og sögðu frá listinni, bónorðinu og bransanum. „Ég hugsaði bara vá, hvar hefurðu verið allt mitt líf?“ segir Elma Lísa glettin um fyrsta fund hennar og eiginmannsins. Hún áttaði sig kannski ekki á að Reynir væri sálufélagi hennar þegar þau voru að laga kaffi í Hafnarstrætinu en í dag finnst henni gaman að rifja upp miðilsfund sem hún sótti á þessum tíma. „Hann var breskur, megamiðill, og hann sagði: Þú ert búin að hitta manninn þinn. Þig grunar ekki hver hann er en þetta er maðurinn þinn,“ segir Elma Lísa. „Ég tók þessu mjög bókstaflega, ég var í sambandi á þessum tíma sem Bretinn sagði að væri algjört waste of time.“