Gaflaraleikhúsið

Gestaboð - En podcast af RÚV

Kategorier:

Allir muna eftir fyrsta skiptinu. Fyrsta kossinun, fyrsta stefnumótinu, fyrstu kynlífsreynslunni. Fyrstu ástinni, fyrstu ástarsorginni. Til að ræða það mæta í Gestaboð vinirnir Arnór BJörnsson og Óli Gunnar Gunnarsson og með þeim er BJörk Jakobsdóttir leikstjóri. Þeir félagar settust niður og skrifuðu leikritið Fyrsta skiptið sem er fjörug sýng um allt það sem að við þorum ekki að tala um. Arnór og Óli eru ungmenni sem hafa þrátt fyrir ungan aldur skapað sér nafn í íslenskum leik og skemmtibransa og skrifuðu meðal annars leikritin Unglinginn og Stefán Rís sem voru sýnd við miklar vinsældir í Gaflaraleikhúsinu. Þeir félagar ásamt Björk tala um þessa vinnu og svara af alvöru spurningunni hvort þeir séu búnir að sækja um hjá Rithöfundasambandi Íslands.